Höfundur: Jacqueline Wilson

„Ég held dagbók,“ sagði Perla.

„Ég líka,“ sagði Indía og roðnaði.

„Þið eruð nú meiri stelpurnar,“ sagði amma. „En geri ekkert slíkt enda trúi ég ekki nokkrum manni fyrir leyndarmálunum mínum lengur.“


Indía býr í stóru glæsilegu húsi í fínu íbúðahverfi með mömmu sem hún þolir ekki og pabba sem alltaf er annars hugar. Indía heldur mikið upp á Önnu Frank og undir áhrifum frá henni heldur hún dagbók sem er troðfull af allskonar safaríkum leyndarmálum af heimilinu.


Perla býr í félagsíbúð í, Latimer hverfinu þar sem þeir búa er minna mega sín, með ömmu sinni sem henni þykir afar vænt um. Perla óttast mjög að verða send aftur til mömmu sinnar og stjúpföður sem er grimmur og ofbeldisfullur. Hún heldur líka dagbók sem hún kallar „Tæklum Terry“ og hefur að geyma ýmsar frjóar hugmyndir um hvernig hún geti náð sér niður á stjúpföðurnum.


Dag einn flækist Indía fyrir tilviljun inn í Latimer hverfið og rekst þar á Perlu. Úr verður mikill vinskapur og þegar Perla neyðist til að strjúka fær Indía hugmynd að frábærum felustað sem tengist Önnu Frank. Meðan Perla er í felum fer af stað æsispennandi og ótrúleg atburðarás sem stelpurnar verða að fást við með sínum hætti.


Hér er á ferðinni ný, áhrifarík og spennandi saga frá metsöluhöfundinum Jacqueline Wilson en eftir hana hafa áður komið út bækurnar Stelpur í stressi, Stelpur í stuði, Stelpur í strákaleit, Stelpur í tárum, Lóla Rós og Vinkonur að eilífu.

Þóra Sigríður Ingólfsdóttir þýddi.

[Domar]

„Þetta er hörkuspennandi bók, og þó að hún fjalli um hrikaleg efni - ofbeldi í heimilum, offitu, sambandsleysi milli foreldra og barna og fleira álíka stóralvarlegt - þá veltir Jacqueline sér ekki upp úr hryllingnum heldur skautar áfram, nógu hægt til að lesanda sé alvaran ljós en nógu hratt til að spennan dettur ekki niður í væl og vorkunnsemi. Stelpurnar tvær eru skemmtilegar týpur og allt umhverfi þeirra verður lifandi. Mætti segja mér að flestir unglingar geti fundið einhverja samsvörun, að minnsta kosti við aðra ef ekki báðar.“

Silja Aðalsteinsdóttir / tmm.is

[/Domar]