Höfundur: Don Miguel Ruiz

Ráðum við hvernig við lifum – eða lifum við eins og samfélagið segir okkur? Erum við sátt við þær lífsreglur sem við förum eftir?
Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. Lífsspeki Tolteka-indjána er aldagömul en höfðar enn til fólks því hún byggir á klassískum gildum. Lífsreglurnar fjórar ætti að vera leiðarvísir að uppljómun og persónulegu frelsi.