Höfundur: Marjorie Sarnat

Kötturinn Nói er þróunarstjóri Forlagsins og þegar hann lagði til að við gæfum út kattalitabók fannst öllum það frábær hugmynd. Og hér er hún komin – kettir af öllu tagi: hippakettir, geimkettir, kökuboðskettir, blómakettir, kattakóngar og kattadrottningar, víðförlir kettir, kattarithöfundar og listrænir kettir. Þetta eru myndir fyrir alla kattavini sem hafa gaman af að sökkva sér ofan í verkefni og hvíla um leið hugann í leik með liti og mynstur, bakgrunna og ekki síst fallegar og litríkar kisur. Og svo er hægt að rífa myndirnar úr þegar verkinu er lokið og ramma þær inn eða hengja þær upp. Nói mælir með því!

Litaglaðir kattavinir eiga eftir að heillast af þessari skemmtilegu litabók. Hér eru yfir þrjátíu heilsíðumyndir af fallegum kisum, skreyttar alls kyns mynstrum sem gaman er að lita í öllum regnbogans litum.

„Mjá, þetta er bók ársins!“
Nói