Ljóðmæli Jóns Arasonar

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2006 3.275 kr.
spinner

Ljóðmæli Jóns Arasonar

3.275 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2006 3.275 kr.
spinner

Um bókina

Bókin Jón Arason biskup – ljóðmæli kom út 7. nóvember 2006 en Jón Arason var hálshöggvinn 7. nóvember 1550. Þetta í fyrsta skipti sem öll ljóðmæli Jóns Arasonar koma út í einni bók en hér er safnað saman öllum kveðskap sem honum hefur verið eignaður, trúarlegum jafnt sem veraldlegum.

Jón biskup Arason var mjög þekktur sem skáld í lifandi lífi og ljóð hans nutu áfram mikilla vinsælda eftir siðaskiptin. Jón var léttkvæður og orti á skýru máli sem er mjög auðskiljanlegt nútímafólki. Ljóð hans gengu manna á milli í fjölmörgum uppskriftum og eru talin hafa haft töluverð áhrif á lútersk trúarskáld. Á síðari tímum hefur hins vegar fremur lítill gaumur verið gefin að kveðskap Jóns sem raunar annarra skálda frá síðkaþólskum tíma.

Ásgeir Jónsson ritstýrði verkinu og ritar ítarlegan inngang þar sem kvæðin eru sett í samhengi við tíðarandann og lífshlaup Jóns. Kári Bjarnason bjó kvæðin til prentunar og skrifaði skýringar. Jón Óskar myndskreytti bókina og Anna Cynthia Leplar braut um verkið sem er 230 blaðsíður.

 „ … útgáfa Ljóðmæla Jóns Arasonar [er] afar metnaðarfull og vönduð. Bókin er falleg og afar eiguleg …   Kvæðin, ásamt inngangsköflum og skýringum, eru einkar ljós og aðgengileg … Allar viðbætur við okkar gloppótta bókmenntasögu eru fagnaðarefni og óskandi að fleiri ráðist í að koma rykföllnum handritum á prent svo við megum öll njóta bókmenntaarfsins margumtalaða.“

 

Steinunn Inga Óttarsdóttir / Morgunblaðið


 [Domar]

„Lofsvert framtak að gefa út kveðskap Jóns Arasonar biskups … þótt næstum 500 ára sé er þetta einkar aðgengilegur kveðskapur, öllum auðskiljanlegur, jafnt orðfæri sem erindi … Bara að skella sér útí og stíga á vatnið með Jesúsi og Jóni, maður flýtur einsog ekkert sé … og fer vel á því að dilla sér í huganum undir lestri, jafnvel snúa sér í hring.“

Sigurður Hróarsson / Fréttablaðið


 

„Það er áhugamönnum um fornan kveðskap fagnaðarefni að nú hefur loksins komið út aðgengilegt heildarsafn ljóða Jóns biskups Arasonar … Ásgeir fléttar [í innganginum] saman persónusögu og greiningu á átökum þjóðfélagsafla. Hann dregur upp heillandi mynd af stórkostlegum þjóðfélagsbreytingum á Íslandi … er alveg ljóst að mynd Ásgeirs er sú tegund af sögulegri og þjóðfélagslegri greiningu sem er fræðilega eftirsóknarverðust þegar vel tekst til. Hún er líka einkar vel og skarplega skrifuð … og bráðskemmtileg.“


Ólafur Þ. Harðarson / Veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla  

 

„Þau bönd sem tengja stórskáld kallast snilligáfa og þar skiptir engu á hvaða öld skáldið er fætt eða hverrar þjóðar það er. Bestu kvæði Jóns biskups Arasonar skipa honum í hóp þessara skálda.“

Ólafur Gunnarsson


 

 [/Domar]



Tengdar bækur

No data was found

INNskráning

Nýskráning