Lof heimskunnar

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 1996 214 2.990 kr.
spinner

Lof heimskunnar

2.990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 1996 214 2.990 kr.
spinner

Um bókina

Erasmus frá Rotterdam var einn merkasti fræðimaður Evrópu á fyrri hluta 16. aldar. Hann var prestur og guðfræðingur og lagði mikið af mörkum á sviði biblíurannsókna, meðal annars gaf hann út endurskoðaða latneska þýðingu á Nýja testamentinu sem lútherska kirkjan studdist opinberlega við fram á 19. öld. Hann var ætíð gagnrýninn á spillingu og veraldarvafstur kaþólsku kirkjunnar en skoraðist undan því að ganga til liðs við Lúther, enda taldi hann að umbótum yrði betur komið fram með friðsamlegum hætti, í sátt við kirkjuna. Bréfaskriftir guðfræðinganna tveggja um trúfræðileg efni eru merkilegur kafli í sögu kristninnar, og ekki síður ritdeilan sem spratt af því að Erasmus tók upp hanskann fyrir kaþólsku kirkjuna. Rit Lúthers, Um ánauð viljans, sem einnig hefur komið út sem Lærdómsrit, var einn ávöxtur deilu þessara merku hugsuða.

Lof heimskunnar er skopádeila þar sem heimskan kveður sér hljóðs og rekur hvernig menn og jafnvel guðir eigi henni allt að þakka sem nokkurs er virði. Á öllum sviðum mannlífsins útmálar hún hlutskipti heimskingjanna sem hið vænsta hnoss en líf vitringa sem píslargöngu. Eins og nærri má geta ríður heimskan ekki við einteyming í bókinni, en undir býr boðskapur um fegurra mannlíf, hógværð og andlega spekt sem Erasmus taldi að samtímann skorti. Heimskan gerir gys að mönnunum, sér í lagi þeim sem hreykja sér hátt og reyna að sýnast vitrari en þeir eru, og skopskyn höfundarins stendur enn fyrir sínu, sem og ádeila hans á mannlega háttu.

Verkið var frá upphafi víðlesnasta rit Erasmusar og í kjölfarið fylgdu ótal stælingar þar sem mannlegir lestir og ýmsar skepnur eru látin flytja lofræður um sjálf sig. Eitt slíkt rit varð jafnvel til á Íslandi, Lof lyginnar eftir Þorleif Halldórsson, sem einnig hefur komið út í Lærdómsritaröðinni. Með því að búa gagnrýni sína, sem um margt var beint gegn kirkjunnar mönnum, í búning skopleiks komst Erasmus upp með beittari árásir á þá ósiði sem viðgengust, án þess að styggja yfirboðara sína og samherja innan kirkjunnar.

Arthúr Björgvin Bollason gerir ævistarfi og áhrifum Erasmusar rækileg skil í inngangi sínum.

Tengdar bækur

No data was found

INNskráning

Nýskráning