Björn Þorláksson hefur undanfarna áratugi starfað sem blaðamaður, fréttastjóri, ritstjóri, útvarpsmaður, sjónvarps-
maður og þáttastjórnandi. Hann hefur oft lent í hringiðu stóratburða og stundum þurft að taka afleiðingum óvægins fréttaflutnings, enda þekktur fyrir snöfurmannlega framgöngu í fjölmiðlum. Hér er hvorki á ferðinni venjuleg blaða-
mennskubók né dæmigert fræðirit, heldur umfjöllun um hlutverk og stöðu íslenskra fjölmiðla með sjálfsævisögulegu ívafi. Björn hlífir hvorki sjálfum sér né öðrum, og útkoman er ögrandi lesning, skemmtileg og upplýsandi.