Máttur hjartans er skrifuð vegna þess að ég vil hvetja fólk til að vera kraftaverk í sínu lífi með því að vilja sig, til að velja sig og til að valda eigin tilvist út frá forsendum hjartans. Hvað ert þú að sjá fyrir þér?

Að lifa í heilindum eða óheilindum; að fresta eða valda? Velsæld eða huglæg fátækt? Hvað gerir að verkum að við leyfum okkur ekki að ná meiri árangri og njóta meiri velsældar? Að við leyfum okkur ekki eða heimilum okkur ekki fulla birtingu? Hverju þurfum við að breyta og hvernig veitum við okkur aukna heimild?

Hvað þurfum við að vera eða gera til þess að lifa í fullri birtingu, leyfa okkur óhindraða framgöngu og njóta varanlegar velsældar og hamingju.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 8 klukkustundir og 48 mínútur að lengd. Höfundur les.