Nótt

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2009 192 2.090 kr.
spinner
Rafbók 2021 1.190 kr.
spinner

Nótt

1.190 kr.2.090 kr.

Nótt
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2009 192 2.090 kr.
spinner
Rafbók 2021 1.190 kr.
spinner

Um bókina


Elie Wiesel var á unglingsaldri þegar nasistar tóku fjölskyldu hans höndum og sendu hana í útrýmingarbúðirnar í Auschwitz og Buchenwald. Örlögin höguðu því svo til að hann komst lífs af. En það tók hann langan tíma að horfast í augu við hryllinginn sem hann hafði upplifað. Það gerir hann í þesasri magnþrungnu bók sem kom fyrst út á frönsku árið 1958. Bókin er sjálfsævisöguleg frásögn af veru unglingsdrengs og föður hans í útrýmingarbúðum nasista. Er hægt að skilja óhugnað helfararinnar? Af hverju lætur Guð hann viðgangast? Nærfærin og hugstæð lýsing á örvæntingu andspænis mannlegri illsku á hæsta stigi.
Nótt hefur farið sigurför um heiminn og selst í milljónum eintaka. Árið 2006 var Nótt valin í Bókaklúbb Ophru Winfrey í Bandaríkjunum og flaug þá undireins í 1. sæti metsölulista The New York Times.
Elie Wiesel hefur skrifað fjölda bóka en Nótt er almennt álitið meistaraverk hans. Wiesel hafa hlotnast margvíslegrar viðurkenningar fyrir bækur sínar og störf, svo sem Frelsisorða Bandaríkjaforseta, Gullorða Bandaríkjaþings, franska heiðursorðan og friðarverðlaun Nóbels árið 1986.

Tengdar bækur

No data was found

INNskráning

Nýskráning