Höfundur: Stephenie Meyer

Heimur Isabellu Swan snýst um eitt og aðeins eitt:
Edward Cullen! Hann skiptir hana meira máli en lífið sjálft.

En það er jafnvel enn hættulegra að elska vampíru en Isabella gerði sér í hugarlund. Edward er þegar búinn að bjarga henni úr klóm einnar lífshættulegrar vampíru – en eftir það hetjulega afrek, þegar allt er fallið í ljúfa löð að nýju, ógnar samband þeirra samt sem áður gervallri tilveru þeirra. Kannski eru vandamálin bara rétt að byrja …

Stephenie Meyer sló rækilega í gegn um allan heim með fyrstu bókinni um Isabellu og Edward: Ljósaskiptum. Í Nýju tungli heldur sagan áfram og söguþráðurinn teygir sig víða.

Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.