Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Öldin okkar 1931-1950
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 1951 | 323 | 4.655 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 1951 | 323 | 4.655 kr. |
Um bókina
Aldirnar eru sígildar og einstaklega vinsælar bækur þar sem Íslandssögunni eru gerð skil á aðgengilegan hátt í máli og myndum. Helstu atburðir hvers árs eru raktir í stuttum greinum sem höfða til lesenda á öllum aldri. Bækurnar eru stórskemmtilegar fróðleiksnámur og geyma lifandi sögu liðins tíma.
Hér segir frá árunum 1931–1950, miklu umbrotaskeiði með kreppu, kjarabaráttu, hernámi, heimsstyrjöld og stofnun lýðveldis. Gríðarlegar breytingar urðu á atvinnuháttum og búsetu landsmanna og segja má að nútíminn hafi haldið innreið sína en eins og endranær settu náttúruöflin einnig mark sitt á þjóðlífið.
Gils Guðmundsson skráði.