Pedró er flugvél sem dreymir um að fljúga yfir fjöllin með póst eins og pabbi hans og mamma gera. 
Dag einn kemur að því – hann er sá eini sem getur sótt mikilvægan póst. Á leiðinni lendir hann í alls konar vandræðum vegna þoku og óveðurs. Í miðjum fjallgarðinum er stórt og hættulegt fjall! 
Hræðilegt fjall sem fylgist grannt með Pedró!

Með bókinni fylgir geisladiskur með upplestri af sögunni.