Höfundur: Árni Larsson

Regn dropa raddir er safn ljóða bréfa þátta. Á milli bókarspjalda eru settar fram hugmyndir í máli og myndum, hvernig nútímaskáldskapur eigi að vera, virkur í samtímamálefnum, ímyndunaraflið frjálst og algerlega óháð bænastellingum innantóms hátíðleika. Af þeim sökum er 12. bók Árna Larssonar þrælskemmtileg aflestrar og fjörkippir ekki síðri en í Vatnajökli. Að öllu skrumi slepptu þá er Regn dropa raddir líka hádramatísk ljóðabók eins og vera ber.