Höfundur: Gunnlaugur Haraldsson

Þetta tímamótaverk er ótæmandi brunnur upplýsinga og fróðleiks um hvaðeina sem snertir sögu Akraness og varpar ljósi á uppruna fólks í landnámi Bresasona. Hugmyndir sem varða sögu þjóðarinnar allrar eru settar fram í lýsingu á þróun og uppbyggingu samfélagsins.

Annað bindi gerir átjándu öldinni skil. Uppbygging sjávarútvegsins og sjósókn Akurnesinga mynda þar ákveðna þungamiðju. Bindið í heild geymir yfirgripsmikla og þaulunna lýsingu á samfélagi bænda og sjómanna á átakatímum, þegar Akranes byggðist upp.Uppheimar gefa út Sögu Akraness en útgáfuhátíðin er á morgun eins og áður segir og eru allir velkomnir.