Saga Evrópusamrunans

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2016 155 5.090 kr.
spinner

Saga Evrópusamrunans

5.090 kr.

Saga Evrópusamrunans
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2016 155 5.090 kr.
spinner

Um bókina

Bókin fjallar um Evrópusamrunann á aðgengilegan hátt fyrir almenna lesendur. Bókin er fyrsta kennslubókin um Evrópusamrunann á íslensku þar sem fjallað er um þá þróun í íslensku samhengi.

Hér er saga Evrópusamrunans rakin frá síðari heimsstyrjöld til dagsins í dag og gerð grein fyrir ákvarðanatöku og málaflokkum Evrópusambandsins. Þátttöku Íslands í Evrópusamstarfi í gegnum EFTA, EES og Schengen eru einnig gerð sérstök skil og fjallað um smáríki í Evrópu og stöðu þeirra í Evrópusambandinu.

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknarsetur um smáríki hafa undanfarin ár stuðlað að aukinni umræðu um Evrópumál og alþjóðamál almennt í íslensku samfélagi. Með útgáfu bókarinnar leitast stofnanir við að nýta þá þekkingu sem myndast hefur á þessu sviði og að miðla henni með faglegum hætti til áhugasamra.

Höfundar/ritstjórar bókarinnar eru allir sérfræðingar á sviði Evrópumála. Kaflahöfundar eru: Alyson JK Bailes, Auðunn Arnórsson, Baldur Þórhallsson, Christian Rebhan, Hulda Herjólfsdóttir Skogland, Jóhanna Jónsdóttir og Maximillian Conrad.

Tengdar bækur

No data was found

INNskráning

Nýskráning