Sagan segir frá lítilli stelpu í sveit og hinum ýmsu störfum er hún sinnti en í sveitinni áttu allir að gera eitthvað til gagns og stelpunni fannst alls ekki leiðinlegt að reka kýrnar. Þær voru notalegur félagsskapur. En á næsta bæ var hundurinn Bólu-Bangsi. Það var vissara að vara sig á honum.