Höfundur: Sólveig Eggerz

Charlotte er selkonan, sú sem lifir í tveimur heimum, Íslandi og Þýskalandi. Eftir stríðslok sækist Charlotte eftir nýju lífi á íslenskum bóndabæ, en minningarnar um gyðinginn Max og dóttur þeirra, Lenu, sem týndist í stríðinu, sækja á hana og stofna í hættu samband hennar við synina to sem hún á með íslenska bóndanum.

Til þess að losa sig frá þessum vofum fortíðar verður Charlotte að finna dóttur sína.

Sólveig Eggerz er fædd í Reykjavík, útskrifuð frá MR, en búsett í Virginiu í Bandaríkjunum. Hún er doktor í samanburðarbókmenntum og hefur kennt listina að skrifa um árabil. Bókin Selkonan hefur hlotið viðurkenningu í Bandaríkjunum frá Maryland Writers Association og Eric Hoffer samtökunum.

Lestrarfélagið Krummi tilnefndi Selkonuna til verðlauna Rauðu hrafnsfjaðrarinnar fyrir forvitnilegrar kynlífslýsingar.