Síðustu ár sálarinnar

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2016 331 4.990 kr.
spinner

Síðustu ár sálarinnar

4.990 kr.

Síðustu ár sálarinnar
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2016 331 4.990 kr.
spinner

Um bókina

Höfum við sál? Líklega hafa fæstir ígrundað þessa ógnarstóru spurningu enda kannski ekki ljóst hvað felst í því fyrirbæri.

Í þessu riti er farið yfir helstu hugmundir Vesturlandabúa um sálina allt frá tímum Forngrikkja, en þær hafa frá upphafi verið bæði margbreytilegar og oft óskýrar. Árið 1543 voru flestir Evrópumenn þeirrar skoðunar að kjarni hverrar manneskju væri hin efnislausa og eilífa sál. En einmitt á því ári komu úr tvær merkilegar bækur. Önnur þeirra fjallaði einkum um stjörnufræði en hin um líffærafræði en í báðum fólst róttæk sýn á stöðu mannsins og sálarinnar. Rúmum þremur öldum síðar varð sálfræðin sjálfstæð fræðigrein undir miklum áhrifum frá þeirri byltingu sem orðið hafði í vísindum. En þrátt fyrir nafngiftina var hin nýja sálfræði algerlega sálarlaus.

Í ritinu fer höfundur yfir elstu þekktu hugmyndir Vesturlandabúa um sálina og það hvernig vísindabyltingin kollvarpaði þeim, sem varð síðan til þess að nútímamaðurinn glataði sálinni – að minnsta kosti fræðilega séð. Bókin er einkum ætluð nemendum í sálfræði, heimspeki, guðfræði og vísindasögu en einnig öðru áhugafólki um slík fræði.

Ársæll Már Arnarsson er prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Hann hefur birt fjölda greina um sálfræði, læknisfræði og lífeðlisfræði í mörgum af virtustu vísindatímaritum heims.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning