Skemmtibók Sveppa er stútfull af alls kyns skemmtilegheitum fyrir fjöruga krakka á öllum aldri.

Hér hefur Sveppi tekið saman alla uppáhaldsleikina sína, hugmyndir að alls kyns tómstundum og dægradvöl, brandara og brellur, fyndnar örsögur, gómsætar, einfaldar uppskriftir, þrautir og ýmiss konar heilafóður.

Þessi bók fær alla krakka til að víkja frá tölvunum og fara að leika sér.