Skrýtni Tómas er manna ólíklegastur til að koma miklu til leiðar í veröldinni, matsveinn á skyndibitastað í Pico Mundo, litlum eyðimerkurbæ í Nýju-Mexíkó. En af einhverjum ástæðum leitar fólk úr öðrum heimi til hans til að koma fram réttlæti í þessum heimi. Stundum leitast það við að koma í veg fyrir ódáðaverk. En í þetta sinn ber nýrra við. Ókunnugur maður kemur til bæjarins og honum fylgir hersing af skuggaverum sem boða skelfingar og váleg tíðindi. Þá verða Skrýtni Tómas og félagar hans að taka á öllu sínu til að afstýra aðsókn hinna illu afla og að þau nái sínu fram. Þetta er fyrsta bókin um Skrýtna Tómas en þær hafa öðlast gífurlegar vinsældir.