Sofandi að feigðarósi

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2009 1.545 kr.
spinner

Sofandi að feigðarósi

1.545 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2009 1.545 kr.
spinner

Um bókina

Hér er gerð grein fyrir atburðarásinni sem leiddi til þess að bankakerfið á Íslandi varð gjaldþrota í október 2008 og sagan rakin fram á vorið 2009.

Bókin er skrifuð með læsileika að leiðarljósi og er auðveld aflestrar fyrir alla landsmenn, óháð þekkingu þeirra á hagfræði. Hún er glögg og næsta reyfarakennd lýsing á því hvernig íslenskt samfélag flaut sofandi að feigðarósi og oft miklu meira spennandi – og ótrúlegri – en hvaða glæpasaga sem er.

Í bókinni er ráðist harkalega á störf Davíðs Oddssonar, en Ólafur gerir því skóna að helstu mistök hans í starfi Seðlabankastjóra hafi verið að neita bönkunum um að gera upp í evrum. Þannig stýrði bankinn stöðutöku bankanna gegn krónunni og keyrði gjaldmiðilinn í kaf. Þessi leið var farin án alls samráðs við fagmenn í Seðlabankanum og bankamálaráðherra. Úr varð að starfsmenn bankans treystu ekki yfirstjórninni með Davíð í brúnni, og stjórnvöld tóku ekki mark á honum þegar hann lét viðvörunarorð falla.

Bókin spyr ýmissa áleitinna spurninga:

  • Settu útrásarvíkingar Ísland á hausinn?
  • Sagði Davíð Oddsson þjóðinni ósatt?
  • Átti að færa Landsbankanum Glitni fyrir lítið?
  • Drap Seðlabankinn íslensku krónuna?
  • Hvaða áhrif höfðu neyðarlögin?
  • … og margra annarra.

Ólafur Arnarson, höfundur bókarinnar, var um skeið framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður menntamálaráðherra í fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar en hefur síðan unnið hjá innlendum og erlendum fjármálafyrirtækjum, m.a. hinum sögufræga Lehman-banka í London.

[dómar]

„Hiklaust hægt að mæla með bókinni … höfundurinn á hrós skilið fyrir hana … Gott yfirlit yfir þá atburði sem ollu hruninu.“
***1/2 stjarna
Ingi F. Vilhjálmsson / DV

[/dómar]

Tengdar bækur

2.390 kr.

INNskráning

Nýskráning