Höfundur: Sigfús Bjartmarsson

Sigfús Bjartmarsson hefur loks lokið við að skrifa sína ævintýralegu ferðasögu sem lesendur hafa beðið eftir í mörg ár. Þetta er mergjuð ferð um bakgarða Suður-Ameríku og skæruliðaslóðir skrifuð af mögnuðum sögumanni. Þessi bók nemur ný lönd í ritun ferðabóka á íslenska tungu enda var hún tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2001 í flokki fagurbókmennta.