Spádómar Nostradamusar

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2010 334 990 kr.
spinner

Spádómar Nostradamusar

990 kr.

Spádómar Nostradamusar
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2010 334 990 kr.
spinner

Um bókina

Sjáandinn mikli Nostradamus, sem var uppi á 16. öld, orti þúsund spádómsvísur en aðeins 942 hafa varðveist. Hvað varð um þær 58 sem vantar? Hvaða leyndardóm geymdu þær?

Leitin að svörum við þessum spurningum er drifkrafturinn í lífi tveggja manna. Adam Sabir þarf nauðsynlega að bjarga rithöfundarferli sínum sem er alveg í skítnum. Anchor Bale er í leynifélaginu Corpus Maleficus sem sór fyrir löngu tryggð við andkristana þrjá sem Nostradamus sá fyrir, Napóleon, Adolf Hitler og „þann sem enn er ókominn“. Adam Sabir verður fyrri til að komast á sporið sem leiðir hann inn í jaðarveröld franskra sígauna. En Anchor Bale er á hælunum á honum og eltingaleikurinn hefst – upp á líf og dauða …

Bókin hefur verið þýdd á 35 tungumál og selst í metupplögum um allan heim.

Eiríkur Örn Norðdahl þýddi.

 

INNskráning

Nýskráning