Spennið beltin

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2006 2.065 kr.
spinner

Spennið beltin

2.065 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2006 2.065 kr.
spinner

Um bókina


Spennið beltin er saga af því þegar Andrea Róberts seldi íbúðina sína, bílinn og aðrar efnislegar eigur, pakkaði ofan í bakpoka og hélt ein til Asíu. Hún ferðaðist um Indland, Taíland, Kambódíu og Laos og í þessari stórskemmtilegu bók segir hún í máli og myndum frá ævintýralegu ferðalagi sínu og hvernig ókunnar slóðir komu henni fyrir sjónir.


„Hvað í helvítinu er ég að fara að gera ein með bakpoka í Asíu?“ Á þessari setningu hófst ferðalag Andreu fyrir alvöru. Andrea er þeirrar skoðunar að öllum sé hollt að viðra sig á röngunni, skoða sál sína og spá í hvers vegna við erum eins og við erum. Með augum félags- og kynjafræði skoðar hún stöðu kynjanna við aðstæður sem eru flestum Íslendingum vægast sagt framandi. Hressandi lesning fyrir þá sem vilja ferðast um í huganum heima en jafnframt veitir Andrea fjölmörg hagnýt ráð og nauðsynlegar upplýsingar sem sannarlega nýtast ferðalöngum á framandi slóðum. Með þessari fyrstu bók sinni sannar Andrea að hún er agaður og snaggaralegur penni sem heldur lesandanum fast í hverri línu.

„… skemmtileg bók – ég fékk svona frelsistilfinningu – Andrea, ég dáist að þér fyrir þetta ferðalag – það er svo margt sem kemur manni á óvart – þín upplifun er hressandi og falleg – þú hefur heiminn í höndum þér.“

Sigríður Arnardóttir / Ísland í bítið, Stöð 2

„Athugult auga hennar opnar manni hvað eftir annað óvæntar sýnir – Víða í textanum eru áminningar með smærra letri þar sem Andrea bætir við upplýsingum úr ferðahandbókum. Þetta ásamt fjölmörgum ljósmyndum hennar sjálfrar og samferðamanna hennar gefur blaðsíðunum fjölbreytt yfirbragð og gerir bókina skemmtilegri til skoðunar og lestrar – Meginmálstextinn er röskur og afdráttarlaus, hraður og skemmtilegur – Úrvals fyrirmynd fyrir þær mörgu stúlkur sem þrá að skoða heiminn á eigin vegum.“

Silja Aðalsteinsdóttir / tmm.is

„Andrea sýnir að hún er skemmtilegur penni – [stíllinn] er leikandi og hún sýnir að hún er fullfær um að skrifa skemmtilegan texta.“

Óttar M. Norðfjörð / DV




Tengdar bækur

No data was found

INNskráning

Nýskráning