Höfundur: Gunnlaugur V. Snævarr

Þetta er kennslu- og verkefnabók sem kemur nú út í aukinni og endurbættri útgáfu. Í bókinni eru stafsetningarreglurnar skýrðar á einfaldan hátt og hverri þeirra fylgir fjöldi verkefna. Þá eru aftast í bókinni misþung prófverkefni sem bæði er gott að nemandinn lesi sjálfur og eins er gott að lesa fyrir hann og þjálfa hann þannig enn frekar. Verkefnin byggir höfundur bókarinnar, Gunnlaugur V. Snævarr, á áralangri reynslu sinni sem íslenskukennari.