Höfundur: Alexander McCall Smith

Precious Ramotswe þarf á öllu innsæi sínu og visku að halda í krefjandi málum;hafa uppi á eiginkonu sem hlaupist hefur að heiman, fletta ofan af óprúttinni vinnukonu og rannsaka afdrif ungs Bandaríkjamanns sem hvarf fyrir tíu árum í Kalaharí-eyðimörkinni.

Sögur Alexanders McCall Smith um kvenspæjarann Precious Ramotswe hafa farið sigurför um heiminn
og hvarvetna hlotið mikið lof. Tár gíraffans er sjálfstætt framhald Kvenspæjarastofu númer eitt.