Höfundur: Eydís Blöndal

Tilfinningar koma og fara í hvert skipti sem fokking veðrið breytist og allt er út um allt og mér finnst eins og ég geti ekki tekið til og það fyllir mig einhverri svona viðbjóðstilfinningu, eins og þegar herbergið manns er ógeðslega óhreint og það eru för á tvist og bast og þau eru öll út í ryki og svo missir maður kókglas á gólfið og það sullast yfir allt.

Mér líður þannig ... í hausnum eða hjartanu eða eitthvað.

Langar ykkur líka stundum að skríða inn í sængurverið ykkar, binda fyrir og fokking deyja?

-

Annars allt gott að frétta.