Þú ert hér://TMM 2. hefti 2010

TMM 2. hefti 2010

Höfundur: Tímarit Máls og menningar

Út er komið annað tölublað ársins af Tímariti Máls og menningar. Í því má finna tíðindi úr menningarlífinu og þjóðmálaumræðunni, ádrepur, gagnrýni, smásögur,  ljóðmæli og greinar um afar fjölbreytt efni – allt frá Rannsóknarskýrslunni til reykvískra brunahana. Meðal höfunda efnis má nefna Hallgrím Helgason, Þórunni Erlu-Valdimarsdóttur, Guðna Elísson, Anton Helga Jónsson, Margréti Tryggvadóttur og Sjón. Ritstjóri er Guðmundur Andri Thorsson.

en hér ligg ég

andvaka og ein

hálfsjötug óbyrja

lýðveldið ísland

lýðskrumið ísland

vörumerkið ísland

ungfrú ísland í vetrargarðinum

hver ef ekki ég er fjallkonan sjálf

hálfsjötug óbyrja með talsverðar áhyggjur.

Brot úr ljóðinu 7 x ávarp fjallkonunnar eða I miss Iceland
eftir Anton Helga Jónsson

 

Verð 1.765 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda 144 2010 Verð 1.765 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: /