Um langan veg

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2007 990 kr.
spinner

Um langan veg

990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2007 990 kr.
spinner

Um bókina

Í bókinni segir Ishmael Beah, sem nú er orðinn tuttugu og sex ára gamall, átakanlega sögu sína: Tólf ára gamall flúði hann undan morðóðum uppreisnarhermönnum í heimalandi sínu Síerra Leóne. Þrettán ára var hann tekinn í her stjórnvalda og komst fljótt að því að hann, ósköp venjulegur strákur, var fær um að vinna grimmilegustu voðaverk. Sextán ára var honum bjargað af UNICEF og hjálpað að hefja nýtt líf.

Það er staðreynd að börn eru mjög eftirsóttir hermenn. Þau heyja stríðin, örvilnuð og uppdópuð með AK-47-riffil í hendi. Talið er að um 300.000 börn séu látin berjast í þeim rúmlega fimmtíu styrjöldum sem geisa í heiminum. Ishmael Beah var eitt þeirra.

Hvaða augum lítur herdrengur stríð? Hvernig verður barn morðingi? Á það sér viðreisnar von? Blaðamenn hafa greint frá örlögum barna sem eru neydd til að taka þátt í stríði og rithöfundar hafa reynt að setja sig í spor þeirra en frásagnir einstaklinga sem hafa reynt slíkar skelfingar og lifað þær af eru sjaldgæfar. „Þeir sem vilja reyna að skilja afleiðingar stríðs ættu að hugleiða frásögn Beah,“ segir í Philadelphia Enquirer og undir það er auðvelt að taka.

[Domar]

„Mögnuð – ein þýðingarmesta bók okkar tíma – Hún er óskaplega heillandi og grimm um leið.“

Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahátíðar / Samfélagið í nærmynd, RÚV

 

„Það kom mér á óvart hvað þetta er falleg saga. Hún fjallar auðvitað um hörmulega hluti en þegar upp er staðið sýnir hún manni hvað manneskjan er bókstaflega ótrúlega sterk.“

Birna Anna Björnsdóttir / Morgunblaðið

 

„Það var í senn átakanlegt og gleðiefni að hafa þennan dreng fyrir augunum. Hlusta á hann tala af yfirvegun og skynsemi um þessa ótrúlegu reynslu.“

 

„Mér fannst þetta vera sönn frásögn og hún snerti mig að sama skapi meira en til að mynda Flugdrekahlauparinn.“

Þráinn Bertelsson / Fréttablaðið

„Grimm og átakanleg frásögn af því hvernig venjulegum börnum er breytt í atvinnumorðingja.“

The Guardian UK

„Áleitin áminning um það hversu mikla grimmd ljúfasta fólk er fært um að sýna – Maður stendur á öndinni.“

Walter Isaacson rithöfundur

„Hrífandi saga, laus við alla sjálfsvorkunn, um það hvernig viðkvæm barnssál lifir af æsku sem hefur verið svipt öllu sakleysi.“

Time Magazine

 

„Afar áhrifamikil. Krefst þess að vera lesin.“

„Einlægni hans er krefjandi en jafnframt óður til hæfileika barna til að sigrast á þjáningum sínum, fái þau tækifæri til þess.“

The New Yorker

„Rödd Beah er einstök og hann segir mikilvæga sögu.“

The Wall Street Journal

Um langan veg leiðir okkur inn í heim þúsunda barna sem hafa þurft að takast á við gjörbreytt líf í stríði.“

Minneapolis Star Tribune

Um langan veg er ein af mikilvægustu stríðssögum okkar tíma.“

Sebastian Junger rithöfundur

„Þetta er fagurlega stíluð bók um hræðilegt stríð og börnin sem voru þvinguð til að heyja það.“

Steve Coll rithöfundur

„Þegar fram líða stundir munu þessar endurminningar vafalítið teljast til sígildra reynslusagna úr stríði.“

Publishers Weekly

„Allir ættu að lesa þessa bók.“

Washington Post

[/Domar]

Tengdar bækur

No data was found

INNskráning

Nýskráning