Umframframleiðsla

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2021 75 3.490 kr.
spinner

Umframframleiðsla

3.490 kr.

Umframframleiðsla
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2021 75 3.490 kr.
spinner

Um bókina

Umframframleiðsla er ljóðræn rannsókn á þeim verkfærum sem nútímasamfélag beitir á innstu kjarna manneskjunnar. Ljóðabálkurinn fylgir leit ljóðmælanda að lausn undan óefni í sálarlífi sínu. Hann ber vandamál sitt á borð þriggja kvenna; trúnaðarvinkonu, sálfræðings og ókunnugrar manneskju á öldurhúsi. Verkið skoðar hlustun og viðbrögð þeirra við óefninu. Sálfræðingurinn hlustar með ákveðinni ætlun eftir vandamálunum til þess eins að snúa á þau. Á öldurhúsinu á sér stað óvirk hlustun þar sem ljóðmælandi og kunningi bíða aðeins eftir því að fá orðið og tala á víxl um raunir sínar. Trúnaðarvinkonan sem er uppfull af internetfróðleik, hlustar hins vegar virkt og veitir hlýju en gefur fjarstæð flökkusöguráð. Inn í frásögnina fléttast ýmsar samgönguleiðir og tilraunir til að orða það sem ekki fæst orðað.

Tómas Ævar Ólafsson er frá Akranesi en býr í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann lauk MA-prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands og leggur nú loka hönd á MA-próf í ritlist við sama skóla. Hann hefur vakið athygli fyrir dagskrárgerð á Rás 1, auk þess sem skrif hans hafa birst í bókmenntatímaritum, safnbókum og aftan á vínylplötum.

Umframframleiðsla er hans fyrsta ljóðabók.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning