Ungmennabækur Hildar Knútsdóttur, Vetrarfrí og Vetrarhörkur, nutu mikilla vinsælda þegar þær komu út hér á landi árin 2015 og 2016 og hlaut Hildur m.a. Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2017 fyrir Vetrarhörkur og Fjöruverðlaunin árið 2016 fyrir Vetrarfrí.

Velgengni bókanna nær nú út fyrir landsteinana en tilkynnt var á dögunum að tékknesk þýðing Martinu Kasparovu væri tilnefnd sem ungmennabók ársins þar í landi. Um er að ræða eina bók þar sem búið er að skeyta sögunum tveim saman með góðum árangri. Fyrir áhugasama heitir tékknésk útgáfa bókarinnar Krvavá zima,sem útleggst sem Blóðugur vetur á okkar ylhýra.

Tilkynnt verður um sigurvegara í október en Forlagið óskar Hildi innilega til hamingju með tilnefninguna.