Vilborg Dagbjartsdóttir

Vilborg Dagbjartsdóttir látin

Vilborg Dagbjartsdóttir, skáld og kennari, er látin. Vilborg fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð árið 1930. Hún nam leiklist um skeið og lauk síðar prófi frá Kennaraskóla Íslands. Einnig stundaði hún nám í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands. Vilborg var barnakennari við Austurbæjarskóla um árabil og starfaði mikið að málefnum barna, sem og kvenréttindamálum og á vettvangi stéttarfélaga. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir fræðslu og ritstöf.

Fyrsta bók Vilborgar var barnabókin Alli Nalli og tunglið sem út kom 1959. Árið eftir sendi hún frá sér fyrstu ljóðabókina, Laufið á trjánum, og var þá ein af fáum konum sem ortu atómljóð. Næstu áratugi samdi Vilborg jöfnum höndum ljóð og barnasögur og var jafnframt mikilvirkur þýðandi. Seinasta ljóðabók hennar, Síðdegi, kom út árið 2010 en heildarsafn ljóða hennar var gefið út 2015. Ævisaga hennar, Í þagnarhyl eftir Þorleif Hauksson, kom út árið 2011. Ljóð Vilborgar hafa verið þýdd og birst í ýmsum erlendum ritum. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1992 fyrir ljóðabókina Klukkan í turninum.

Forlagið sendir ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur.

Mánudaga til föstudaga frá kl. 10-18
Laugardaga frá kl. 11-17

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning