Fjórðungskort í mælikvarða 1:300 000 skipta landinu upp í fjóra jafna hluta eftir landsfjórðungum. Á kortunum eru nýjustu upplýsingar um vegakerfi landsins, tjaldstæði, sundlaugar, söfn og annað það sem gagnast ferðamönnum. Á bakhlið þeirra eru lýsingar og litmyndir af helstu náttúruperlum fjórðunganna, þar sem bent er á ýmis einkenni viðkomandi staða og er allur texti á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, þýsku og frönsku.

Maps that divide Iceland up in four parts, on the scale of 1:300 000. The maps include the latest information about the road network, pools, museums, campsites and such. On the back you’ll find information about places of interest in each region. All text is in Icelandic, English, German and French.