Jónína Leósdóttir

Ævintýragjarni eftirlaunaþeginn Edda

[fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_3″ last=“no“ spacing=“yes“ center_content=“no“ hide_on_mobile=“no“ background_color=““ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ background_position=“left top“ hover_type=“none“ link=““ border_position=“all“ border_size=“0px“ border_color=““ border_style=““ padding=““ margin_top=““ margin_bottom=““ animation_type=““ animation_direction=““ animation_speed=“0.1″ animation_offset=““ class=““ id=““][fusion_imageframe lightbox=“no“ gallery_id=““ lightbox_image=““ style_type=“none“ hover_type=“none“ bordercolor=““ bordersize=“0px“ borderradius=“0″ stylecolor=““ align=“none“ link=““ linktarget=“_self“ animation_type=“0″ animation_direction=“down“ animation_speed=“0.1″ animation_offset=““ hide_on_mobile=“no“ class=““ id=““] [/fusion_imageframe][/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=“2_3″ last=“yes“ spacing=“yes“ center_content=“no“ hide_on_mobile=“no“ background_color=““ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ background_position=“left top“ hover_type=“none“ link=““ border_position=“all“ border_size=“0px“ border_color=““ border_style=““ padding=““ margin_top=““ margin_bottom=““ animation_type=““ animation_direction=““ animation_speed=“0.1″ animation_offset=““ class=““ id=““][fusion_text]Fyrsta bók Jónínu Leósdóttur um Eddumál, Konan í blokkinni, kom út snemma árs í fyrra og hlaut afar góðar viðtökur bæði gagnrýnenda og lesenda. Strax 3. janúar kom út önnur bókin um ævintýragjarna og úrræðagóða eftirlaunaþegann Eddu, Stúlkan sem enginn saknaði.

Ískaldan febrúarmorgun er stúlka stungin með hnífi þar sem hún situr á bekk við Ægisíðuna. Örskömmu síðar á Edda leið fram hjá. Hún lætur sér ekki nægja að kalla í lögregluna heldur ákveður að rannsaka málið sjálf.

Um sama leyti leggja hjón og uppkomin dóttir þeirra af stað til Íslands, föðurlands húsmóðurinnar. Þar hyggjast feðginin sækja ráðstefnu en dvölin verður martraðarkennd fyrir konuna sem trúir Eddu fyrir viðkvæmu fjölskylduleyndarmáli.

Eins og fyrri bókin er Stúlkan sem enginn saknaði er svolítið óhefðbundin glæpasaga en hún ber öll bestu einkenni Jónínu sem höfundar og er í raun fjölskyldusaga samhliða glæpaþræðinum.

Persóna Eddu hefur auk þess vakið töluverða athygli enda óvenjuleg á glæpasviðinu. Í viðtali við Morgunblaðið benti Jónína á að einmitt þess vegna hefði hún gert hana að aðalpersónu: „Edda tilheyrir samfélagshópi sem ekki er nógu sýnilegur eða virtur, hún er stimpluð gömul kerling og þar með óáhugaverð og nánast dæmd úr leik. Það var líka akkúrat þess vegna sem ég valdi að gera hana að aðalpersónu. Ég fór aðeins inn á það í Konunni í blokkinni hvernig eldri konur eru nánast ósýnilegar þeim sem yngri eru og virka allar hver annarri líkar. Þetta mætti gjarnan breytast.“

Það er óhætt að mæla með bókunum um Eddumál fyrir þá sem vilja lesa spennandi krimma með mikla tilfinningalega dýpt.[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

INNskráning

Nýskráning