Andri Snær Magnason

Andri Snær í Hvernig verður bók til?

Fyrirlestraröðin Hvernig verður bók til?, sem námsbraut í ritlist og Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands standa að, hefst að nýju á morgun, fimmtudaginn 13. febrúar, með fyrirlestri Andra Snæs Magnasonar.

Andri Snær hlaut á dögunum íslensku bókmenntaverðlaunin í þriðja sinn fyrir Tímakistuna en kemur til með að stalda við ýmsar af sínum fyrri bókum, t.d. Söguna af bláa hnettinum og Draumlandið, í fyrirlestrinum sem haldinn verður í stofu 101 í Odda milli kl. 12 og 13.

Margir af þekktari rithöfundum landsins hafa sagt frá verkum sínum í þessari skemmtilegu fyrirlestrarröð sem ávallt er vel sótt.

Allir velkomnir!

INNskráning

Nýskráning