Bryndís Björgvinsdóttir fær Fjöruverðlaunin

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent við hátíðlega (og fjöruga) athöfn í Höfða í dag. Þar hlaut Hafnfirðingabrandari Bryndísar Björgvinsdóttir verðlaunin í flokki barnabóka. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Bókin er vel skrifuð og skemmtileg, söguþráður frumlegur og listilega fléttaður. … Helsti styrkur sögunnar er hvernig hún fjallar um samskipti kynslóða og hvernig hún dregur upp flóknar sögupersónur af eldri kynslóðinni, persónur sem eru margbrotið og áhugavert fólk.“ Umsögnin endar svo á orðum sem Forlagsfólk er hjartanlega sammála: „Dómnefnd telur að Hafnfirðingabrandarinn hafi alla burði til að verða sígild unglingabók.“

Fjöruverðlaunin eru einnig veitt fyrir skáldverk fyrir fullorðna og fræðirit og hlutu þær Elísabet Kristín Jökulsdóttir og Guðrún Kristinsdóttir verðlaunin í þeim flokkum. Öllum konunum eru sendar hamingjuóskir og aðstandendum Fjöruverðlaunanna færðar innilegar þakkir fyrir óeigingjarnt starf.

INNskráning

Nýskráning