Einhvern daginn

Hin einstaka Nora

Ofurstirnið Nora Roberts er án efa einn þekktasti rithöfundur heims og hafa frásagnir hennar af ástum og erfiðleikum heillað milljónir lesenda um allan heim. Síðastliðinn fimmtudag kom út ný bók hennar, Einhvern daginn, sem er önnur bókin í hinum svokallaða Boonsboro-þríleik (fyrsta bókin er Biðlund en hún kom út í vor). Bækurnar tengjast í gegnum þrjá bræður sem hver er miðpunktur einnar bókar.

Gamla hótelið í Boonsboro er að vakna til lífsins eftir þrotlausa vinnu Montgomery-bræðranna. Miðbróðirinn Owen stýrir byggingarfyrirtæki fjölskyldunnar af festu – en gleymir að reikna með Avery, æskuástinni sinni, og áhrifunum sem hún hefur á hann. Og á hótelinu eru dulmögnuð öfl á sveimi.

Þess má til gamans geta að Boonsboro hótelið, sem er sögusvið bókanna, er raunverulegt og í eigu Noru Roberts. Þar rekur hún enn gistiheimili þar sem herbergin heita eftir þekktum persónum úr bókmenntasögunni. Frekari upplýsingar hér.

Nora Roberts er vinsælasti ástarsagnahöfundur Bandaríkjanna og allar bækur hennar frá 1999 hafa komist á metsölulista New York Times. Þær hafa verið gefnar út í tugum landa og selst í yfir 500 milljónum eintaka.

Einhvern daginn er tilvalin bók til þess að taka með sér í einn loka rúnt í sumarbústaðinn eða undir teppi uppi í sófa. Svo er náttúrlega langbest að lesa hana við kertaljós!

INNskráning

Nýskráning