Heimili höfundanna

Álfrún Gunnlaugsdóttir
Álfrún Gunnlaugsdóttir
Álfrún Gunnlaugsdóttir var fædd í Reykjavík 18. mars 1938. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1958 og nam síðan bókmenntir og heimspeki á Spáni og í Sviss. Hún lauk Lic. en fil. y en letras-prófi frá Universidad de Barcelona árið 1965 og Dr. Phil.-prófi frá Universidad Autónoma de Barcelona árið 1970. Álfrún var fyrsta konan sem ráðin var í fasta stöðu við heimspekideild Háskóla Íslands. Þar var hún lektor frá árinu 1971, síðar dósent og loks prófessor í almennri bókmenntafræði til ársins 2006. Álfrún var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og heiðruð með riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskra bókmennta og kennslu bókmennta á háskólastigi. Álfrún lést 15. september 2021. Fyrsta skáldverk Álfrúnar var smásagnasafnið Af manna völdum. Tilbrigði við stef sem út kom 1982 og eftir það sendi hún frá sér sjö skáldsögur. Hún hlaut bókmenntaverðlaun DV 1985 fyrir aðra bók sína, skáldsöguna Þel. Þrjár skáldsagna hennar voru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs: Hringsól, Hvatt að rúnum og Yfir Ebrofljótið. Sú síðastnefnda var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2001, sem og skáldsagan Rán árið 2008.

Bækur eftir höfund

hringsól
Hringsól
990 kr.1.490 kr.
attachment-608946
Siglingin um síkin
990 kr.3.100 kr.
Hvatt að rúnum
Hvatt að rúnum
990 kr.1.490 kr.
Ran_kilja
Rán
990 kr.3.100 kr.
Yfir Ebrofljótið - Álfrún Gunnarsdóttir
Yfir Ebrofljótið
990 kr.1.490 kr.
Fórnarleikar
Fórnarleikar
490 kr.3.490 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning