Yfir Ebrofljótið
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2003 | 459 |
|
||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2003 | 459 |
|
||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Efniviður þessarar miklu skáldsögu Álfrúnar Gunnlaugsdóttur er spænska borgarastyrjöldin. Haraldur er einn þeirra fjölmörgu ungu manna á fjórða áratug seinustu aldar sem telur að heiminum standi ógn af uppgangi fasismans. Líkt og þeir fer hann til Spánar til að berjast í lýðveldishernum gegn herforingjaklíkunni og þeim hluta hersins sem gerði uppreisn gegn lýðveldinu og löglega kosinni stjórn þess.
Hann kemur svo heim með óvenjulega lífsreynslu í farteskinu. Þegar árin færast yfir og það syrtir í álinn leitar hann á vit minninga um horfna vini og félaga sem tóku þátt í orrustunni við Ebro. Á sinn hátt er það glíma við samviskuna og sannleikann.
Fæstir vita að þrír Íslendingar börðust í borgarastyrjöldinni spænsku. Bókin byggist að hluta til á frásögu eins þeirra. Hér er sagt frá af þekkingu svo úr verður áhrifamikil saga.
Yfir Ebrofljótið hlaut frábærar viðtökur þegar hún kom fyrst út haustið 2001, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna það ár og að auki tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2003.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 21 klukkustundir og 12 mínútur að lengd. Silja Aðalsteinsdóttir les.