Heimili höfundanna

SverrirNorland_Gassi_2021_vef
Sverrir Norland
Sverrir Norland er rithöfundur, bókaútgefandi, fyrirlesari og fjölmiðlamaður. Hann er með BA gráðu í lögfræði og ritlist frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í skapandi skrifum frá Middlesex University í Lundúnum. Sverrir hefur sinnt margbreytilegum störfum á sviði bókmennta og lista. Hann hefur fengist við skrif, þýðingar, fyrirlestra og bókmenntagagnrýni og hefur gefið út ljóðabækur, smásögur og skáldsögur á borð við Kvíðasnillingana (2014) og Fyrir allra augum (2016). Sverrir rekur útgáfuna AM forlag ásamt konu sinni, Cerise Fontaine. Ellefta bók hans, Stríð og kliður vakti athygli fyrir persónulega nálgun að stórum málefnum samtímans: tækni, sköpun og loftslagsvánni. Sverrir starfar einnig í fjölmiðlum og hefur til að mynda verið reglulegur gagnrýnandi í Kiljunni og haldið úti hlaðvarpinu Bókahúsið (Hlaðvarp Forlagsins, 2021). Sverrir er nú með vikulegan þátt á Rás 1 sem nefnist Upp á nýtt þar sem hann fær til sín góða gesti sem hugsa samfélag okkar og veruleika upp á nýtt, allt frá vinnustöðum til tilfinninga, fíkniefna og skólakerfisins. Helstu fyrirlestrar Sverris, sem hann hefur meðal annars flutt innan fjöldamargra fyrirtækja og stofnana, eru „Stríð og kliður: Hvað verður um ímyndunaraflið?“ (upp úr samnefndri bók), „Lögmálið um lágmarksfyrirhöfn“ sem fjallar um sköpunargleðina og „Hinn fullkomni karlmaður“ sem fjallar á léttan og aðgengilegan hátt um karlmennskuhugmyndir í upplausn og yfirstandandi leit Sverris að hinni fullkomnu karlkyns fyrirmynd í samtímanum. Þá hefur Sverrir flutt fyrirlestra og sagnasmiðjur í grunn- og framhaldsskólum úti um allt land, meðal annars „Gullpotturinn: Hvaðan koma allar þessar sögur?“ með Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur Eftir margra ára búsetu í London, París og New York býr Sverrir nú aftur, ásamt eiginkonu sinni, Cerise, og tveimur börnum, Ölmu og Baltasar, í fæðingarborg sinni, Reykjavík.

Bækur eftir höfund

Kletturinn_72
Kletturinn
2.990 kr.3.890 kr.
Kvíðasnillingarnir
Kvíðasnillingarnir
490 kr.1.990 kr.
Strid_klidur_72
Stríð og kliður
1.490 kr.1.990 kr.
Heimafólk
Heimafólk
990 kr.
Fallegasta kynslóðin er alltaf sú sem kemur næst
Fallegasta kynslóðin er alltaf sú sem kemur næst
990 kr.
Erfðaskrá á útdauðu tungumáli
Erfðaskrá á útdauðu tungumáli
990 kr.
Fyrir allra augum
Fyrir allra augum
990 kr.
Bókaknippi - Sverrir Norland
Bókaknippi - fimm bækur eftir Sverri Norland
5.190 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning