Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Kletturinn
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2023 | 212 | 3.890 kr. | ||
Rafbók | 2023 | 2.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2023 | 212 | 3.890 kr. | ||
Rafbók | 2023 | 2.990 kr. |
Um bókina
Kletturinn er spennandi skáldsaga um fyrirgefningu, metnað, siðferðileg álitamál og ekki síst tilfinningasambönd karlmanna. Hlýr tónn höfundar, óvenjuleg stílgáfa og vilji til að takast á við flóknar heimspekilegar spurningar heilluðu lesendur síðustu bókar hans, Stríðs og kliðs (2021), og gera Klettinn einnig að einstakri lestrarupplifun.
Tuttugu ár eru liðin frá því að Gúi hrapaði til bana í útilegu í Hvalfirði og síðan hafa félagar hans, Einar og Brynjar, þurft að vinna úr því áfalli, hvor á sinn hátt – en hvorugur með miklum árangri.
Nú liggja leiðir þeirra saman á ný og uppgjörið er óhjákvæmilegt. Hvað gerðist? Hvers vegna? Hvernig? Og hvern mann hafa þeir raunverulega að geyma?
6 umsagnir um Kletturinn
embla –
„Einstaklega vel heppnuð saga um hvað það er að vera manneskja; listilega vel skrifuð, spennandi, falleg og átakanleg.“
Ragnar Jónasson, metsöluhöfundur
embla –
„Frábær byrjun á jólabókaflóðinu! Vinahópur með leyndarmál, ástarsaga, smá kómedía… skemmtilegur lestur, mæli svo sannarlega með …“
Joachim Schmidt, höfundur Kalmann
embla –
„Mjög ánægður með þessa bók, þessa sögu.“
Jakob Bjarnar / Vísir
embla –
„Kletturinn er grípandi lesning sem hélt mér frá upphafi til enda. Sverrir býr til áhugaverðar og trúverðugar persónur, sérstaklega í tilviki Einars, sögumannsins, sem er afar margræður; vanræktur, reiður, hæfileikaríkur, umhyggjusamur, fullur af skömm og sektarkennd … Bók sem lifir áfram með lesandanum og vekur margar hugsanir og hugmyndir.“
Sæunn Kjartansdóttir, rithöfundur og sálgreinir
embla –
„Sverrir Norland er frábær penni … Hann hefur einstakt lag á tungumálinu [og senur í bókinni] eru gífurlega vel skrifaðar … Sverrir er brilljant höfundur og hversdagsleikinn er eins og hans sérstaki heimatilbúni eftirréttur sem hann kemur með í matarboð við ómælda kæti viðstaddra.“
Ingibjörg Iða Auðunardóttir / Morgunblaðið
embla –
„Við notum klettinn oft sem myndlíkingu yfir styrkleika sem við finnum í sambandi við annað fólk en við getum líka öll orðið steinrunnin að innan eins og hálfgerðir klettar sem eiga það til að hreinlega molna undan okkur. Sverrir segir hér einfalda sögu en fulla af margslungnum hugmyndum. Þarna er skrifað um vináttusambönd karlmanna samtímans, sér í lagi tveggja manna sem hafa burðast í tvo áratugi með skuggalegan atburð á bakinu sem mótaði þá báða en á ólíkan hátt. Þetta er saga um leyndarmál og hvort þau eigi stundum rétt á sér.“
Jóhannes Ólafsson / Bara bækur