Þú ert hér://Fyrir allra augum

Fyrir allra augum

Höfundur: Sverrir Norland

Ég hafði aldrei lent í svona heimspekilegum hugleiðingum í forleik að kynlífi og tautaði: „Öh, já,“ en reyndi að láta það hljóma eins og pælingu. Það eina sem komst að hjá mér var að toga niðrum hana þröngar gallabuxurnar; lærin á henni voru fjalladalir sem ég þráði að villast í.

Úlfur situr á Þjóðarbókhlöðunni þegar Dísa Eggerts vindur sér að honum með áleitna spurningu. Þetta markar upphafið á vandræðalegu en jafnframt sprenghlægilegu sambandi þar sem Úlfur fylgist heillaður með Dísu rísa til æðstu metorða í rapptónlistar- og bókmenntaheiminum á meðan allt gengur á afturfótunum hjá honum sjálfum.

Sverrir Norland vakti athygli fyrir fyrstu skáldsögu sína, Kvíðasnillingana, sem þótti bera með sér ferska vinda inn í íslenska skáldsagnagerð. Hér dregur hann upp ögrandi mynd af kynslóðinni sem lifir lífi sínu fyrir allra augum; afhjúpar sig á netinu, frelsar á sér geirvörturnar og finnur sig (eða finnur sig ekki) á Tinder.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda 170 2016 Verð 3.890 kr.
Rafbók - 2016 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / / /

4 umsagnir um Fyrir allra augum

 1. Árni Þór

  „Fyrir allra augum er verk yfir góðu meðallagi … orðanotkun kemur vel út, hún er skapandi og skemmtileg á tíðum. Svo er dreginn upp áhugaverð samtímamynd sem tekur á hinu tvíþætta (eða margþætta) sjálfi netsins og raunveruleikans … Segja má að litið sé inn til klámkynslóðarinnar við snjallsímaskjáinn.“
  Ólafur Guðsteinn Kristjánsson / Starafugl

 2. Árni Þór

  „Hann dregur inn í þetta ótrúlegustu hluti úr samtímamenningu … virkilega skemmtileg …“
  Þorgeir Tryggvason / Kiljan

 3. Árni Þór

  „Fyrir ungt fólk er þetta mjög skemmtileg saga … Höfundurinn hefur ótvíræða hæfileika … það er ákveðin blíða í frásögninni af ástarsorginni sem er mjög sérstakt hjá svona ungum höfundi … Ég náði miklu sambandi við sögumanninn.“
  Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

 4. Árni Þór

  „Sprúðlandi Reykjavíkursaga.“
  Egill Helgason / Kiljan

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *