Delluferðin

Útgefandi: JPV
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Rafbók 2019 990 kr.
spinner
Innbundin 2019 180 3.390 kr.
spinner
Hljóðbók - streymi 2021 App 1.490 kr. Setja í körfu

Delluferðin

Útgefandi : JPV

990 kr.3.390 kr.

Delluferðin
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Rafbók 2019 990 kr.
spinner
Innbundin 2019 180 3.390 kr.
spinner
Hljóðbók - streymi 2021 App 1.490 kr. Setja í körfu

Um bókina

Þarna var felustaður. Sigurlína hentist niður tröppurnar, settist á hækjur sér, hallaði sér þétt upp að veggnum, og var þá í hvarfi frá vegfarendum. Hún hlustaði á hjartað sitt djöflast, gretti sig og skældi þegar hún heyrði þá nálgast. Lágvært tal, marrið í snjónum undir fótum þeirra. Svo varð þögn. Þeir höfðu numið staðar. Það var greinilegt að þeir höfðu séð hana fara niður stigann. En þeir ætluðu ekki á eftir henni. Þeir ætluðu að neyða hana út úr fylgsni sínu.

Seint um vetur árið 1897 boðaði æðsti embættismaður konungs á Íslandi til samdrykkju með nokkrum félögum sínum. Efni fundarins var landflótta stúlka, Sigurlína Brandsdóttir, og íslenskur forngripur sem þá hafði nýlega komist í eigu Metropolitan-safnsins í New York.

Sigrún Pálsdóttir lauk doktorsprófi frá University of Oxford árið 2001 og hefur frá námslokum unnið við ýmsar rannsóknir og ritstjórn. Fyrri bækur hennar eru Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar (2010), Sigrún og Friðgeir: Ferðasaga (2013) og skáldsagan Kompa (2016). Bækurnar hafa verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna, DV-verðlaunanna og Viðurkenningar Hagþenkis.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 5 klukkustundir og 22 mínútur að lengd. Margrét Örnólfsdóttir les.

Hér má hlusta á hljóðbrot úr bókinni:

Tengdar bækur

Opnunartímar á Fiskislóð

Virka daga 10-18
Laugardaga 11-17
Sunnudaga 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning