Þú ert hér://Sláturtíð

Sláturtíð

Höfundur: Gunnar Theodór Eggertsson

„Eitt dýr í skógi er betra en tvö í búri.“
Sólveig Boer 2003

Kvikmyndagerðarmaðurinn Ásbjörn Axel tekur að sér að hafa uppi á íslenskri baráttukonu fyrir réttindum dýra sem ekkert hefur spurst til síðan hún sat í fangelsi í Hollandi fyrir skemmdarverk. Leitin leiðir hann á vafasamar slóðir í litríkum félagsskap dýraréttindasinna í Evrópu og smám saman missir hann tökin bæði á verkefninu og sjálfum sér.

Sláturtíð er meinfyndin og spennandi ferðasaga sem kemur lesandanum stöðugt á óvart og veltir jafnframt upp ýmsum hliðum á brýnu samfélagsmálefni.

Gunnar Theodór Eggertsson hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir barna-og unglingabækur sínar Steindýrin og Drauga- Dísu en nú er komið að því að hann bjóði fullorðnum lesendum í óvenjulega ævintýra-ferð. Gunnar skrifaði doktorsritgerð sína um bókmenntir og dýrasiðfræði.

Sláturtíð er bók mánaðarins í Bókabúð Forlagsins í ágúst. 

Verð 2.990 kr.

Ekki til á lager

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 432 2019 Verð 2.990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / /

Eftir sama höfund