Heimili höfundanna

SigrunPalsdottir_net
Sigrún Pálsdóttir
Sigrún Pálsdóttir er fædd í Reykjavík 1967 og ólst þar upp. Hún stundaði nám í sagnfræði við Háskóla Íslands og lauk doktorsprófi í hugmyndasögu frá Oxfordháskóla árið 2001. Hún hefur meðal annars stundað sagnfræðirannsóknir og kennslu og skrifað fjölda greina sem tengjast sagnfræði, auk þess sem hún var lengi ritstjóri Sögu, tímarits Sögufélagsins. Fyrstu bækur Sigrúnar, Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar og Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga voru byggðar á sagnfræðilegum heimildum en fyrsta skáldsaga hennar, Kompa, kom út árið 2016 og Delluferðin 2019. Sigrún notfærir sér sagnfræðimenntun sína í skáldsögum sínum til að skapa réttan og trúverðugan tíðaranda og þess sjást víða merki. Bækur Sigrúnar hafa verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna, Menningarverðlauna DV og Viðurkenningar Hagþenkis. Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga var valin besta íslenska ævisagan 2013 af bóksölum.

Bækur eftir höfund

Men_VorkvoldiReykjavik_72pt
Men
3.690 kr.4.290 kr.
Dyngja_72pt
Dyngja
1.990 kr.3.990 kr.
Delluferðin
Delluferðin
990 kr.3.390 kr.
Þóra biskups
Þóra biskups og raunir íslenskrar ...
1.290 kr.3.100 kr.
Kompa
Kompa
4.490 kr.
Sigrún og Friðgeir eftir Sigrúnu Pálsdóttur
Sigrún og Friðgeir - Ferðasaga
990 kr.4.865 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning