Heimili höfundanna

HH_vefur
Hallgrímur Helgason
Hallgrímur Helgason er þúsundþjalasmiður í íslensku menningarlífi og hefur komið við í ýmsum kimum bókmenntanna auk þess að stunda myndlist og samfélagsumræðu. Hann lærði myndlist í Reykjavík og München og hefur frá árinu 1982 starfað sjálfstætt sem myndlistarmaður og rithöfundur. Fyrsta skáldsaga Hallgríms, Hella, kom út árið 1990 og síðan hefur hann sent frá sér fjölda skáldsagna auk leikrita, ljóðabóka og þýðinga. Skáldsögur hans hafa komið víða út erlendis, verið kvikmyndaðar og settar á svið. Nýjasta skáldsaga hans, Sextíu kíló af kjaftshöggum, er sjálfstætt framhald sögunnar af Gesti Eilífssyni í Segulfirði; Sextíu kíló af sólskini – þar lýsir Hallgrímur ferðalagi Íslendinga úr myrkum torfgöngum inn í raflýstar stofur og þaðan beint í dans á síldarpalli með tilheyrandi kossum og kjaftshöggum. Örlagasaga Gests hefur hitt lesendur í hjartastað og bækurnar notið mikilla vinsælda. Hallgrímur hefur hlotið ófáar viðurkenningar á ferli sínum sem rithöfundur. Árið 2021 var hann sæmdur Heiðursorðu Frakka fyrir framlag sitt til lista og bókmennta, hefur þrisvar verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og bæði fengið Íslensku þýðingarverðlaunin og Íslensku hljóðbókaverðlaunin. Þá hefur hann hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin þrisvar sinnum, fyrir Höfund Íslands 2001, Sextíu kíló af sólskini 2018 og Sextíu kíló af kjaftshöggum 2021.

Bækur eftir höfund

SextiuKiloAfKjaftshoggum_72
Sextíu kíló af kjaftshöggum
990 kr.3.990 kr.
Koma jól
Koma jól?
3.890 kr.
Við skjótum títuprjónum
Við skjótum títuprjónum
990 kr.
Sextíu kíló af sólskini
Sextíu kíló af sólskini
990 kr.2.990 kr.
Fiskur af himni
Fiskur af himni
990 kr.
Lukka
Lukka
990 kr.
101-reykjavik
101 Reykjavík
990 kr.
Hella eftir Hallgrim Helgason
Hella
990 kr.
Sjóveikur í Munchen
Sjóveikur í München
99 kr.990 kr.
Þetta er allt að koma
Þetta er allt að koma
690 kr.2.990 kr.
Konan við 1000 gráður
Konan við 1000°
990 kr.2.375 kr.
Konan sem kyssti of mikið
Konan sem kyssti of mikið
690 kr.
attachment-12415
Höfundur Íslands
690 kr.990 kr.
10 ráð eftir Hallgrím Helgason
Tíu ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp
690 kr.990 kr.
Rokland
Rokland
990 kr.
attachment-12210
Best of Grim
490 kr.
attachment-12423
Herra alheimur
490 kr.990 kr.
attachment-603875
Ljóðmæli 1978-1998
2.540 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning