Þú ert hér://Sjóveikur í München

Sjóveikur í München

Höfundur: Hallgrímur Helgason

Ó, hvað það var vont að vera ungur! Hreinn sveinn í óhreinum heimi. Fangi eigin kynslóðar. Þræll í hlekkjum tímans. Og sjálfið eins og óframkölluð mynd í köldum vökva. Köldum, dimmum, vodkaskotnum vökva.

Hér gengur Hallgrímur Helgason á hólm við sjálfan sig og lýsir örlagavetri í eigin lífi, sínum fyrsta utan föðurlands og móðurhúsa. Eftir þá róttæku ákvörðun að helga sig myndlist tekur hann enn róttækari ákvörðun um að hætta í Myndlista- og handíðaskólanum og skráir sig haustið 1981 til náms í Listaakademíunni í München – af öllum borgum. Sú vist verður honum ekki bara þungbær heldur reynist hún marka braut hans til frambúðar.

Hann tekst á við hræringar í eigin huga, lýsir þeirri ólgu sem gerjast innra með honum og þeim áhrifum sem hann verður fyrir, um leið og hann reynir að botna í sjálfum sér. Beinskeyttur stíll höfundar, skörp hugsun og húmor gera bókina ekki einungis skemmtilega aflestrar heldur einnig afar áhrifamikla.

Bókin kom út samtímis á íslensku og þýsku.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 325 2015 Verð 3.495 kr.
Kilja 325 2016 Verð 3.490 kr.
Hljóðbók - 2015 Verð 3.390 kr.
Rafbók - 2015 Verð 990 kr.

6 umsagnir um Sjóveikur í München

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Þeir kunna þetta einfaldlega, þessir Íslendingar: Að nota sitt skemmtilega sjálfsháð til að skrúfa grótesku lífsins upp í hæstu hæðir. Einkum Hallgrímur Helgason sem með Sjóveikur í München sendir enn og aftur stórskemmtilegan eyjaskeggja út í heiminn (að þessu sinni í bæversku listaakademíuna) í þeim tilgangi að grafa undan brjálæði nútímans og öllu hans mikla tilgangsleysi. Þessi bók er unaðsleg klikkun!“
  Lars Albat / Choices Magazine, Köln

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Enn einu sinni tekst Hallgrími Helgasyni að heilla okkur með sínu takmarkalausa ímyndunarafli og hinum yfirnáttúrulega og sótsvarta húmor sínum. … Sjóveikur í München er frábærlega klikkuð saga af skipbroti í framandi borg. Um leið tekst Helgasyni að fanga fáránleika kalda stríðsins, ástand sem sameinar þessar mjög svo ólíku borgir, München og Reykjavík.“
  Norddeutscher Rundfunk

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Alveg dásamlegur texti … glettni og húmor og rosalega sannur tónn … lýsingin á tíðarandanum á Íslandi er mjög skemmtilegur partur í þessari bók … allir sem eru rúmlega tvítugir og eru að leita að sjálfum sér geta fundið sig í þessari bók … Glimrandi skemmtileg bók.“
  Friðrika Benónýsdóttir / Kiljan

 4. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Stórskemmtileg og söguþráðurinn óborganlegur … efnistökin eru önnur, ný og skapandi … Það er sama hvar gripið er niður í sögunni, alls staðar er kröftugur stíll, óvæntar og úthugsaðar tengingar og vísanir; taktur, hrynjandi og stuðlasetning og brakandi ferskt myndmál … Hér er á ferð íslenska útgáfan af Portrait of the Artist as a Young Man … Hér er allt á fullu, fengist við fortíð og minni, tilurð skálds, ást og list, lönd og þjóðir af blússandi krafti … Hallgrímur Helgason er einn allra skemmtilegasti, frumlegasti og frjóasti rithöfundur landsins…“
  Steinunn Inga Óttarsdóttir

 5. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „Stíllinn er, eins og ávallt hjá Hallgrími, plássfrekur og spruðlandi af hugmyndum og hér nær hann mjög góðu jafnvægi milli sögu og stíls.“
  Maríanna Clara Lúthersdóttir / Morgunblaðið

 6. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „Kaldhæðinn stíll Hallgríms er hér enn til staðar og gerir bókina bráð¬ fyndna … kaldhæðnin er tempruð með væntumþykju og umburðarlyndi gagnvart hinum Unga Manni … Einlæg en vægðarlaus mynd af ungum manni í leit að sjálfum sér. Ein besta bók höfundar.“
  Ásdís Sigmundsdóttir / Fréttablaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *