Þú ert hér://Fiskur af himni

Fiskur af himni

Höfundur: Hallgrímur Helgason

Á sónarskjá læknisins
snjóbylurinn í iðrum hennar

Í veðrinu miðju
glittir í dauft blikkandi ljós

Trilla í sjávarháska

Hallgrímur Helgason hefur afburðavald á mörgum listformum; hann yrkir, þýðir, málar og skrifar skáldsögur. Árið 2016 gaf hann út ljóðabókina Lukku og hér heldur hann áfram að miðla þeim myndum sem dagarnir færa honum. En ekki skína allir dagar eins heitt og þegar á reynir verður skáldskapurinn í senn áskorun og líflína.

Frá 2.990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda1022017 Verð 4.290 kr.
Rafbók-2017 Verð 2.990 kr.

3 umsagnir um Fiskur af himni

  1. „Hallgrímur er mjög góður ljóðmælandi…“
    Egill Helgason / Kiljan

  2. „Hér er róið á dýpri og persónulegri mið en nokkurn tímann áður í verkum Hallgríms … Í Fiski af himni birtist persónuleg, yfirveguð og notaleg hlið á Hallgrími. Í einlægum ljóðum segir frá hvunndagslífi sem skyndilega fer á hvolf, þema sem allir geta tengt sig við. Og eru nokkur meðul betri við sorg en tíminn og ljóðið?“
    Steinunn Inga Óttarsdóttir / Kvennablaðið

  3. „Undursamleg bók sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara … Mjög áhrifamikil bók.“
    Ragnhildur Erla Bjarnadóttir / Lifðu núna

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund