Á sónarskjá læknisins
snjóbylurinn í iðrum hennar

Í veðrinu miðju
glittir í dauft blikkandi ljós

Trilla í sjávarháska

Hallgrímur Helgason hefur afburðavald á mörgum listformum; hann yrkir, þýðir, málar og skrifar skáldsögur. Árið 2016 gaf hann út ljóðabókina Lukku og hér heldur hann áfram að miðla þeim myndum sem dagarnir færa honum. En ekki skína allir dagar eins heitt og þegar á reynir verður skáldskapurinn í senn áskorun og líflína.