Heimili höfundanna

Sjón
Sjón
Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón) er fæddur í Reykjavík árið 1962. Hann hóf rithöfundarferil sinn ungur sem ljóðskáld, fyrsta ljóðabók hans, Sýnir, kom út 1978 en fyrr sama ár gaf hann út einblöðung með þremur ljóðum. Sjón var einn af stofnendum súrrealistahópsins Medúsu og varð snemma áberandi í listalífi landsins. Hann hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka og skáldsögur, hefur skrifað leikrit og gefið út efni fyrir börn. Samhliða rithöfundarferlinum hefur Sjón tekið þátt í myndlistasýningum og tónlistarviðburðum af ýmsum toga. Hann hefur meðal annars starfað með Björk, samið með henni tónlist, texta og tónlistarmyndbönd, þar á meðal texta við tónlist hennar í mynd Lars Von Trier, Dancer in the Dark (2000). Hann bjó og starfaði um skeið í London. Hann er einn af stofnendum útgáfufélagsins Smekkleysu. Ljóð Sjóns hafa birst í ýmsum tímaritum, s.s. Tímariti Máls og menningar, Teningi og Skýi sem og í fjölmörgum erlendum safnritum. Sjón hefur haldið nokkrar einkasýningar á myndverkum; í Skruggubúð 1982, Gallerí Langbrók 1985, Gallerí Kinoshita (Liège) 1989, Laugavegi 22 1991, og í Gallerí Gangi 2002. Og hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga og samstarfsverkefna á listasviðinu. Sjón hefur enn fremur myndskreytt nokkrar af eigin ljóðabókum, auk ljóðabóka annarra skálda. Verk eftir Sjón hafa verið þýdd á fjölda tungumála. Hann hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2005 fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur og Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Mánastein árið 2013, Menningarverðlaun DV árin 1995 og 2002 og tilnefningu til Óskarsverðlauna árið 2001 og Golden Globe-verðlaunanna árið 2001, ásamt Björk og Lars von Trier, í flokknum besta frumsamda sönglag í kvikmynd fyrir lagið „I’ve seen it all“. Hér má finna heimasíðu Sjóns.

Bækur eftir höfund

Geómetría - frontur
Abstrakt geómetría á Íslandi 1950 - 1960
12.790 kr.
Sjon_box_72
Sjón - Heildarsafn
14.390 kr.
Naeturverk
Næturverk
4.290 kr.
Korngult hár, grá augu
Korngult hár, grá augu
990 kr.3.390 kr.
Stálnótt eftir Sjón
Stálnótt
990 kr.1.990 kr.
Codex eftir Sjón
Codex 1962
990 kr.5.990 kr.
rokkurbysnir-1
Rökkurbýsnir
990 kr.1.990 kr.
Augu þín sáu mig
Augu þín sáu mig
715 kr.1.190 kr.
Gráspörvar og ígulker
Gráspörvar og ígulker
3.690 kr.
Mánasteinn eftir Sjón
Mánasteinn - drengurinn sem aldrei var til
990 kr.3.690 kr.
Ljóðasafn Sjóns
Ljóðasafn 1978-2008
1.590 kr.1.690 kr.
Söngur steinasafnarans eftir Sjón
Söngur steinasafnarans
990 kr.
Argóarflísin
Argóarflísin
870 kr.1.990 kr.
skuggabaldur
Skugga-Baldur
920 kr.1.990 kr.
attachment-17030
Með titrandi tár - glæpasaga
2.064 kr.
attachment-598275
Engill, pípuhattur og jarðarber
720 kr.1.990 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning