Þú ert hér://Mánasteinn – drengurinn sem aldrei var til

Mánasteinn – drengurinn sem aldrei var til

Höfundur: Sjón

Árið er 1918 og frá Reykjavík má sjá eldgosið í Kötlu mála himininn nótt sem dag. Lífið í höfuðstaðnum gengur sinn vanagang þrátt fyrir náttúruhamfarir, kolaskort og styrjöldina úti í hinum stóra heimi. Íslendingar búa sig undir að verða fullvalda þjóð.

Drengurinn Máni Steinn lifir í kvikmyndunum. Sofandi dreymir hann myndirnar í tilbrigðum þar sem vefur atburðanna er slunginn þráðum úr hans eigin lífi. Vakandi hefst hann við á jaðri samfélagsins.

En þá tekur spænska veikin land og leggur þúsundir bæjarbúa á sóttarsæng, sviptir hundruð lífinu. Skuggar tilverunnar dýpka. Í brjósti Mána Steins ólmast svartir vængir. Það súgar milli heima í veröld þar sem líf og dauði, veruleiki og ímyndun, leyndarmál og afhjúpanir vegast á.

Sjón hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki skáldverka fyrir Mánastein, árið 2013.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.

 

 

Frá 890 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 127 2013 Verð 2.590 kr.
Kilja 132 2014 Verð 2.690 kr.
Hljóðbók Mp3 2013 Verð 890 kr.
Rafbók - 2013 Verð 990 kr.

6 umsagnir um Mánasteinn – drengurinn sem aldrei var til

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Mánasteinn er lítil bók en innihaldið einstakt. Líkt og steintegundin sem vísað er til í titlinum leggur einhvern óútskýranlegan innri bjarma frá þessari sögu og aðalpersónu hennar … veitir innsýn í menningar- og sögulegan kima sem ekki hefur verið varpað ljósi á áður á Íslandi. Síðast en ekki síst fjallar hún um hvernig listsköpun á borð við kvikmyndir getur breytt lífi fólks – og það er fallegur boðskapur.“
  Ásta Kristín Benediktsdóttir / Spássían

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „… sagan er spennandi og afspyrnu vel skrifuð, lýsingar myndrænar og ljóðrænar og beiting sjónarhorns minnir margoft á kvikmyndatækni … Mögnuð saga …“
  Steinunn Inga Óttarsdóttir / Kvennablaðið

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Fullkomið form, stíllinn er óskaplega góður, sagan situr í mnni. Ég held að þetta sé bók sem hægt er að lesa aftur og aftur og finna allt eitthvað nýtt í henni … Ein af bestu skáldsögum ársins.“
  Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

 4. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „… afar þétt og vönduð skáldsaga.“
  Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið

 5. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „Bókina er hægt að lesa aftur og aftur og finna eitthvað nýtt, en textinn er engu að síður skýr, aðgengilegur og auðlesinn. Hvert orð er vandlega valið og hvergi er orði ofaukið. Sagan er listilega skrifuð og höfundur leikur sér með takt, skynjun og mörk veruleikans og súrrealismans … Ef eitthvað er út á bókina að setja þá er það helst hversu erfitt er að sleppa tökum á henni, ekki af því að eitthvað er ósagt heldur einfaldlega vegna þess að það er unun að lesa hana. Mögnuð bók.“ 
  Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir / DV

 6. Kristrún Heiða Hauksdóttir


  „Meistaralega fléttuð saga með ógleymanlegum myndum, mögnuðum stíl og einstakri söguhetju. Lestrarupplifun ársins.“
  Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund