Þú ert hér://Codex 1962

Codex 1962

Höfundur: Sigurjón B. Sigurðsson

„Við erum ekki mörg á þessari jörð sem getum lýst því hvernig tilfinning það var að koma í heiminn. Flestir eiga erfitt með að muna hvað þeir gerðu í gær, hvað þá fyrir viku, þremur mánuðum eða þrettán árum. En frá þeirri stundu að ég vaknaði til lífsins á eldhúsborðinu í kjallaranum að Ingólfsstræti 10a og fram til þessa dags man ég allt sem fyrir mig hefur borið.“

Árið 1962 – aldrei hafa fleiri kjarnorkusprengjur verið sprengdar, hvorki neðanjarðar né ofan. Það á eftir að hafa miklar afleiðingar fyrir sögumanninn Jósef Löwe og önnur börn fædd á Íslandi það ár, ef ekki mannkynið allt. Hinn ævintýralegi sagnavefur Sjóns heldur áfram að vaxa og verður nú enn margslungnari þegar í hann bætast þræðir sem birta okkur ógnvænlega framtíðarsýn og kannski nýja lausn.

Ég er sofandi hurð er framhald verðlaunaskáldsagnanna Augu þín sáu mig og Með titrandi tár. Saman mynda bækurnar einstakt skáldverk í íslenskum bókmenntum, þríleikinn CoDex 1962.

Frá 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin5632016 Verð 5.990 kr.
Rafbók-2016 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / /

7 umsagnir um Codex 1962

 1. Árni Þór

  „Úrhugsað meistaraverk … þar sem hann beitir ýmsum frásagnarsniðum og raðar saman ólíkum bókmenntagreinum í fantastísku furðuverki sem getur ekki annað en hrifið lesanda með sér … Ég fór hvað eftir annað á flug og gleymdi mér gjörsamlega ýmist í goðsögum og ævintýrum eða í hinni rammgerðu sköpunarsögu Leós Löve. Geri aðrir höfundar betur.“
  Sigríður Albertsdóttir / Víðsjá

 2. Árni Þór

  „Byrjar af alveg rosalegum krafti …“
  Egill Helgason / Kiljan

 3. Árni Þór

  „Allt verkið er sköpunarsaga á svo marga vegu … magnaðir kaflar … Svona verk hefur ekki verið skrifað á Íslandi … Þarna ægir öllu saman, allskonar bókmenntagreinum, alls konar sögum … Stórhrifin!“
  Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan

 4. Árni Þór

  „Þetta er hans mikla verk … Hann hefur samtímann upp í goðsögulegar hæðir og það er afskaplega vel gert og það er mjög fallegt að sjá hvernig þræðirnir koma saman í þessu lokabindi … Að einhverju leyti er þetta sköpunarsaga Sjóns sjálfs … Mjög gott verk.“
  Eiríkur Guðmundsson / Kiljan

 5. Árni Þór

  „Algjörlega magnað.“
  Þorgeir Tryggvason / Víðsjá

 6. Árni Þór


  „…leiftrandi skemmtileg og fyndin á köflum, dramatísk og sorgleg, léttleikandi og þung, fléttuð af þeirri list sem við þekkjum úr öðrum bókum Sjóns. Hér er allt undir; raunverulegir atburðir, blaðaviðtöl við raunverulegar persónur, sagnfræði, ævintýri, goðsögur, fantasía og ískaldur veruleiki nútímafólks. Úr öllu þessu ásamt eigin óþrjótandi hugmyndaflugi skapar Sjón glæsilegan og viðeigandi endi … Glæsilegur endir þríleiksins sem hófst með Augu þín sáu mig. Margradda og yfirgripsmikil saga sem ber öll aðalsmerki höfundar síns.“
  Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið

 7. Árni Þór


  „Margbrotinn lokakafli … Ég er sofandi hurð er stórbrotin og djörf tilraun til að ljúka heildarverkinu með synfónískum hætti.“
  Arnaldur Máni Finnsson / DV

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *